Foreldrafélag Krummakots

Markmið félagins er að efla samstarf heimila og skóla þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi. Foreldrafélagið er samstarfsvettvangur foreldra sem uppalenda. Félagið skipuleggur ýmsar skemmtanir, krummahátíð og fleira.

Aðalfundur félagsins skal haldinn í september ár hvert með hefðbundinni aðalfundardagskrá. Starfsáætlun og fundargerðir foreldrafélagsins er að finna hér á heimasíðunni.