news

Jólaleikritið Leitin af Björt

26 Nóv 2019

Leikkonan Þórdís Arnljótsdóttir kom til okkar með leikhúsið sitt sem er í einni tösku. . Í sýningunni leiddi gömul kona litla stúlku, Björt, í leikferð með jólasveinunum og Grýlu. Gamlar vísur um Grýlu, Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum og fleiri vísur eru leiknar og sungnar. Þórdís lék allar persónurnar með tilheyrandi búningum, skyri, bjúgum og öðru sem jólasveinum þykir eftirsóknarvert.

Nemendur urðu ekki hræddir t.d. gáfu þau sjálf leikkonunni leyfi til að setja á sig Grýlunef. Í lokin sungu svo allir saman við kertaljós.

Foreldrafélagið bauð uppá þessa frábæru sýningu og þökkum við kærlega fyrir.