news

Jólaverkstæði

04 Des 2019

Við fengum frábæran 6. bekk úr Hrafnagilsskóla í heimsókn sem aðstoðuðu nemendur okkar í föndurgerð. Hver deild var með 2-3 föndurstöðvar og aðstoðuðu grunnskólanemendur leikskólanemendurna á ýmsan hátt, allt frá því að ganga og leika í að líma og klippa. Þau höfðu greinilega engu gleymt frá sínum fyrstu skólaárum og rifjuðu upp gamla takta í leikskólanum. Þúsund þakkir fyrir hjálpina flottu krakkar.