news

Landinn í heimsókn

25 Mar 2019

Landinn er Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem er að gera áhugaverða og skemmtilega hluti. Í vikunni komu þau í heimsókn í Aldísarlund og fylgdust með útináminu hjá elstu nemendum Krummakots. Afraksturinn verður sýndur í þættinum næsta sunnudag, það verður mjög spennandi að sjá. Nemendur eru að minnsta kosti spennt yfir því að birtast í sjónvarpinu og hvað þá í landanum.