Karellen
news

Lubbastundir

27. 01. 2020

Í janúar kom Eyrún Ísfold til okkar og hélt námskeið um námsaðferðina Lubbi finnur málbein. Þar eru íslensku málhljóðin kynnt fyrir börnum í gegnum skemmtilegar sögur, myndir og söngva. Lubbi er íslenskur fjárhundur sem kann ekki íslensku málhljóðin og því þurfa börnin að aðstoða hann að læra að tala.

Námsefnið byggist á samþættingu sjón- heyrnar og hreyfiskyns. Hvert málhljóð á sitt tákn og brúar þannig bilið milli stafs og hljóðs. Vinnan með Lubba námsefnið leggur grunn að hljóðaaðferðinni sem er algengasta aðferðin sem notuð er hér á landi við lestrarkennslu. Börn læra að bókstafirnir tákna hljóð orðanna í talmálinu. Kostur aðferðarinnar er að börnin læra skilvirka tækni til að lesa stöðugt ný og ný orð sem koma fyrir í texta. Nánari upplýsingar um Lubba er að finna á lubbi.is .

Við byrjuðum markvist að leggja efnið inn 20.janúar og því tilvalið að byrja undirbúninginn snemma.

© 2016 - 2024 Karellen