news

Sjóræningjauppskeruhátíð

28 Nóv 2019

Kæru foreldrar innilegar þakkir fyrir frábæra mætingu á uppskeruhátíð hjá Víði og Eini. Nemendur sýndu afrakstur söguaðferðarverkefnis sem tók á sig hinar ýmsu myndir og börnin tóku svo sannarlega vel undir allt sem brallað var. Nemendur á Björk og Furu tóku einnig þátt en á aðeins einfaldari vegu, þau gerðu t.d. sjóræningjaskip sem að við fengum á verkstæðinu hjá B.Hreiðarson. Síðan fóru allir í fjársjóðsleit, fundum gull og gersemar og ALLT.