news

Útskriftarferð elstu nemanda Krummakots

28 Maí 2019

Elstu nemendur leikskólans fóru í útskriftarferð á Hólavatn og vorum þar yfir eina nótt. Við fengum stórkostlegt veður og þar að leiðandi varð samveran okkar enn betri. Við fórum í verkefni hér og þar á svæðinu eins og sull í vatninu, bátsferð (bæði í hjólabát sem og árabát), veiði, könnunarleiðangrar, grilluðum sykurpúða og margt fleira. Síðan var aðalspennan að gista og ná að sofna, en það var ekkert vandamál hjá þessum hópi.