news

Velkomin aftur!

15 Ágú 2019

Í gær tóku glaðir kennarar á móti okkar dásamlegu börnum eftir sumarleyfi, við erum svo hamingjusöm að vera komin aftur til starfa og voru kennarar á fullu að gera skólann okkar tilbúinn til móttöku barna í gær.

Nokkrir voru aðeins hugsi yfir heitum deilda sem og staðsetningunni, en sú stund var fljót að líða.

Við bjóðum nýja starfsmenn velkomna í hópinn sem eru: Barbara á Eini, Helena Hrund á Víði, Fanney Sól á Björkinni og Indíana Líf í afleysingu. Það eru komnar myndir af okkur öllum á heimasíðuna okkar undir mannauður.