Mati á skólastarfi er yfirleitt skipt í innra og ytra mat. Með innra mati er átt við sjálfsmat stofnunar, unnið af starfsmönnum hennar. Markmið innra mats er að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög, reglugerðir og aðalnámskrá. Grundvallaratriði innra mats er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið og efli skólaþróun. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum.
Sjá nánar Lög um leikskóla; VII. kafli. Mat og eftirlit með gæðum leikskólastarfs.
Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats Menntamálastofunar frá 2015 hefur verið skilað til ráðuneytisins og unnið samkvæmt henni. Menntamálaráðuneytið hefur óskað eftir næstu greinargerð í júní 2020 sbr. bréf dagsett 27. ágúst 2019. Í vetur verður allt starf skólans flokkað, verkefnum forgangsraðað með áherslu á innra mat og mannauð.
Veturinn 2019-2020 verður innra mat skólans endurskoðað, matsteymi skipað, unnin langtímaáætlun um innra mat; hvað er metið, hvernig, hvenær og hvernig unnið er að úrbótum. Í fyrstu er lagt upp með eftirfarandi áætlun um innra mat sem verður endurskoðað eftir að farið hefur verið í gegnum skipulag og verkferla með matsteymi.
-
Innra mat; skipulag og viðfangsefni, gagnaöflun og vinnubrögð, opinber birting og umbætur, matsteymi skipað, haust 2019.
-
Mannauður; hlutverk, fagmennsku og starfsánægju, tekinn fyrir vor 2020.
-
Stjórnun; styrkja stjórnendur sem faglega leiðtoga með áherslu á faglegt samstarf, skólaþróun, símenntun og áætlanagerð og verklagsreglur, haustið 2020.
-
Uppeldis og menntastarf; skipulag náms, starfshætti, lýðræði, námssvið, skóla án aðgreiningar og mat á námi og velferð, haustið 2021.
-
Leikskólabragur; viðmót, menningu, velferð og líðan barna, þáttöku foreldra, upplýsingamiðlun og viðhorf foreldra a vorið 2022.
Eftirfarandi atrið standa eftir af úrbótum í kjöfar ytra mats MMS og tekin fyrir ítarlega í vetur.
-
Áfallaáætlun. Vinna verklagsreglur til verndar börnum. Áfallaáætlun og viðbrögð í tengslum við áfall er varðar nemendur, foreldra eða kennara.
-
Samfella milli skólastiganna. Vinna upp markmið og verkferla í kringum samstarfið og heimsóknir 1. bekkjar í leikskólann og elstu nemenda leikskólans í 1. bekk/grunnskólann.
-
Dagleg upplýsingagjöf til foreldra:
-
Að leggja áherslu á dagleg samskipti og upplýsa foreldra eftir föngum um atburði dagsins þegar barnið er sótt (Skilaboðin: „ég tók eftir barninu þínu í dag“).
-
Senda skilaboð til foreldra í gegnum Karellen ef að þarf.
-
Símtöl og tölvupóstar eftir því sem við á.
Uppfært 25. september 2019