Karellen

Starfsmannastefna Krummakots

Myndræn framsetning á starfsmannastefnu Krummakots

Starfsmannasáttmáli starfsmanna Krummakots

Markmið:

⌂ Að auka starfsánægju og vellíðan

⌂ Að tryggja sameiginlegan skilning á góðum samskiptum

⌂ Að efla hæfni starfsfólks til að ræða mál

⌂ Að auka gæði skólastarfsins

Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum ákveðin starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Einnig að byggja undir faglegan metnað í þágu skólasamfélagsins. Leitast skal við að skapa starfsmönnum aðstæður til að samræma starf og fjölskyldulíf.

Leiðarljós:

Í Krummakoti berum við mikla virðingu fyrir:

  • Starfinu og okkur sjálfum.

  • Samstarfsfólki.

  • Nemendum.

  • Foreldrum.

  • Munum og umhverfi skólans.

Við heilsumst og tökum glaðlega undir kveðjur annarra:

  • Við sýnum hlýlegt og vingjarnlegt viðmót.

  • Með jákvæðni stuðlum við að betra starfsumhverfi.

Við erum stundvís og heiðarleg:

  • Við mætum stundvíslega til vinnu.

  • Við virðum mörk kaffi-, fundar- og undirbúningstíma.

  • Við tölum við fólk, ekki um það.

  • Við leggjum okkur fram um að tala saman og leysa mál.

Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki:

  • Við heilsum og kynnum okkur.

  • Við leggjum okkur fram um að veita gagnlegar upplýsingar.

  • Við sýnum góðvild og stuðlum að öruggum og traustum samskiptum.

Við stuðlum að samvinnu og sterkri liðsheild:

  • Við sýnum lipurð og sveigjanleika.

  • Við hvetjum og hrósum.

  • Við sýnum traust og virðum trúnað.

  • Við drögum fram jákvæðar hliðar samstarfsfólks og leikskólans innan hans sem utan.

Skólinn væntir þess að starfsmenn:

  • Sýni fagmennsku innan skólans sem utan.

  • Sýni ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði.

  • Séu tilbúnir að taka þátt í þróun og breytingum.

  • Sýni öllum verkefnum skólans hollustu.

Starfsmenn vænta þess að:

  • Upplýsingastreymi sé skilvirkt og endurgjöf virk.

  • Skyldur og ábyrgð stjórnenda séu skýrar.

  • Vinnuaðstaða sé góð og stuðlað sé að góðu samstarfi og vinnuanda.

  • Vinnustaðurinn starfi í anda jafnræðis og jafnréttis.

  • Vinnustaðurinn stuðli að því að starfsmenn geti aukið starfshæfni sína og þekkingu.

  • Lögð sé áhersla á gæði starfs og hátt þjónustustig.

Sett á vef 25. september 2019

© 2016 - 2024 Karellen