Tölulegar upplýsingar


Fjöldi barna

September 2019 voru nemendur Krummakots 59 talsins. Gert er ráð fyrir 2-4 nemendum til viðbótar eftir því sem líður á skólaárið og aldursviðmiðum inn í leikskólann er náð. Skipting eftir árgöngum var eftirfarandi 1. október:


Árgangur

Drengir

Stúlkur

Alls

2014

10

8

18

2015

9

8

17

2016

5

5

10

2017

5

5

10

2018

2

2

4


33

27

59

Fjöldi alls
September 2019 voru seldir leikskólatímar í Krummakoti 468,2 klukkustundir á dag og meðaldvalartími barna var 7,9 klst. á dag. Barngildi voru samtals 68,8 og stöðugildi miðuð við barngildi 12,86. Heildartímar í undirbúning á viku eru 32 klst.

1.september 2019


Fjöldi nemenda

59

Dvalargildi

510,595

Barngildi

68,4


Fjöldi sérkennslubarna

Enginn nemandi nýtur sérkennslu samþykkta af sveitarfélaginu á skólaárinu, nokkrar umsóknir eru í ferli.


Fjöldi tví- eða fjöltyngdra barna

Þann 1. september eru fimm nemendur sem eiga foreldra sem báðir tala annað móðurmál en íslensku. Fimm nemendur eiga annað foreldrið sem talar annað móðurmál en íslensku. Foreldrar barnanna koma frá Dóminíska lýðveldinu, Færeyjum, Sviss, Belgíu, Lettlandi og Þýskalandi.

Fyrrgreindar upplýsingar um nemendur geta breyst á skólaárinu. Oft er óskað eftir breyttum leikskólatíma þegar líður á veturinn og einnig geta komið inn fleiri börn sem þarfnast sérkennslu. Að sama skapi getur fjöldi tvítyngdra barna einnig breyst.