Karellen

Eftir hádegismat er farið í hvíld á öllum deildum. Fyrirkomulag hvíldar fer eftir aldri og þroska barnanna á hverri deild, yngri börnin sofa flest, en þau eldri hvíla sig og hlusta á sögur, eða tónlist. Svefn barna er í samvinnu við foreldra og best er að ræða þarfir og óskir við deildarstjóra á hverri deild en við reynum í framsta magni að takmarka EKKI svefn barna. Svefn er skráður í Karellen.

Foreldrar þeirra barna sem sofa í skólanum eru beðnir um að koma með snuð og bangsa eða einhvern huggara ef að þau notast við slikt. Því er alltaf gott að eiga 2 slíka einn sem má vera í leikskólanum og annan sem er heima.

© 2016 - 2024 Karellen