Karellen
news

Bóndadagur í leikskólanum

20. 01. 2023

Við héldum bóndadaginn hátíðlegann í Krummakoti í dag. Allir mættu í lopapeysunum sínum sem að kom sér nú aldeilis vel í kuldanum. Ásamt því að syngja saman um Þorrann þá var mikil spenna að smakka þorramatinn okkar. Við smökkuðum Hangikjöt með öllu tilheyrandi, saltkjöt, nýja sviðasultu, lundabagga, harðfisk og síðan hákarl. Með þessu var síðan borið fram flatbraut, soðið brauð og rúgbrauð. Það voru furðu margir sem að vildu smakka til að mynda hákarlinn og flestum fannst hann bara góður. En að sjálfsögðu voru nokkrir í hópnum sem að vildu ekki smakka og það var að sjálfsögðu líka í boði.

© 2016 - 2023 Karellen