Karellen
news

Jólaballið

16. 12. 2021

Vorum með jólaböll í morgun og skiptum hópnum okkar í tvennt. Yngri einingin fór fyrst á jólaballið kl:9:30 og eldri einingin fór síðan í kjölfarið kl:10. Þetta voru alveg frábær böll og tveir kátir sveinar kíktu á okkur í smá stund. Reynir spilaði undir að sinni alkunnu snilld og jólaandinn sveif yfir Krummakot. Foreldrafélagið gaf síðan öllum nemendum pakka og skólinn fékk einn líka. Takk innilega fyrir okkur kæra foreldrafélag.

© 2016 - 2022 Karellen