Karellen
news

Öskudagur

04. 03. 2022

Öskudaginn var haldinn með pompi og prakt eins og okkar er vaninn. Mikil gleði og kátína var með daginn og allir í búningum sem að sló í gegn eins og alltaf. Öskudagsballið var haldið í tvennu lagi: yngri eining á fyrra ballinu og eldri á því seinna. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og út kom poppglaðningur handa eldri einingu en sú yngri fengu rúsínur og saltstangir. Síðan hefur skapast sú venja að börnin ganga á milli deilda og syngja fyrir hvort annað og fá að launum saltstangir.© 2016 - 2022 Karellen