Karellen
news

Útskriftarferð á Hólavatn

31. 05. 2022

Það er fastur liður á Krummakoti að elsti árgangurinn fer í útskriftarferð á Hólavatn yfir nótt. Það er einstakt að taka þátt í þessari annars dásamlegu upplifun með nemendum. Ásamt því að upplifa hversdagslegu hlutina er svo margt spennandi á Hólavatni. Á leiðinni heim í Krummakot stoppuðum við í Holtseli og fengum okkur ís.

© 2016 - 2023 Karellen