Karellen

Samstarf við grenndarsamfélagið

Í Krummakoti er lögð mikil áhersla á gott samstarf við alla í grenndarsamfélagi leikskólans og sveitarfélagið allt.

Samstarf leik- og grunnskóla

Mikið og farsælt samstarf er milli skólastiganna og fara elstu nemendur í reglubundnar heimsóknir í grunnskólann auk þess sem nemendur 1. bekkjar koma sömuleiðis í heimsóknir í leikskólann. Unnið er með skólastjóra Hrafnagilsskóla og kennurum 1. bekkjar að samstarfinu og samstarfsáætlun unnin fyrir hverja önn. Samstarfsfundir eru haldnir að hausti yfir skólaárið. Annars fundum við ef að þurfa þykir.

Einnig er samstarf við 7. bekk grunnskólans en þau koma reglulega og lesa fyrir leikskólanemendur í Krummakoti. Síðustu tvö ár hafa nemendur 6. bekkjar komið og aðstoðað við jólaföndur í leikskólanum og hefur það gefist mjög vel. Reiknað er með svipuðu samstarfi á þessu skólaári.

Samstarf við nærumhverfi leikskólans

Afar gott samstarf er við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni leikskólans. Má þar nefna sveitarskrifstofu, mötuneyti, Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Jólagarðinn, trésmíðaverkstæði B. Hreiðarsson, Hjálpasveitin Dalbjörg, Gömlu garðyrkjustöðina og sveitabæina Hrafnagil og Kristnes.

Leikskólinn hefur verið í samstarfi við Unglingameðferðarheimilið á Laugarlandi. Þegar leikskólinn er í samstarfi við heimilið koma stúlkur þaðan í tímabundna vinnu. Stúlkurnar bera enga ábyrgð heldur eru þær til aðstoðar fyrir kennara. Einnig kemur slökkviliðið á Akureyri í leikskólann og hittir elstubörnin.

Heilsugæslustöð Akureyrar

Samstarf er við heilsugæslustöð Akureyrar um fjögurra ára skoðun barna. Kennarar barnsins fylla út upplýsingablað frá Heilsugæslunni um þroska barnsins.

Skóladeild Akureyrarbæjar

Samráðsfundir leikskólastjóra á Akureyri og nágrennis eru haldnir hálfsmánaðarlega. Fundirnir eru nýttir í fræðslu, upplýsingagjöf, samstarf og samráð og eru skipulagðir af leikskólafulltrúa. Fræðslustjóri Akureyrarbæjar kemur reglulega á þessa fundi til að ræða ákveðin málefni. Leikskólastjórafundir eru haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Tilgangur fundanna er handleiðsla og einnig eru lesnar og ræddar faggreinar eða bækur sem snúa að leikskólastarfi. Skólastjóri Krummakots situr þessa fundi með leikskólastjórum Álfasteins í Hörgárbyggð, Álfaborgar í Svalbarðsstrandarhreppi og Krummafótar í Grýtubakkahreppi. Leikskólafulltrúi heldur utan um handleiðslutímana.

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar

Krummakot á mjög gott samstarf við leikskólaráðgjafa í sérkennslu sem starfar á

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar. Leikskólaráðgjafi kemur í leikskólann þegar eftir því er óskað, bæði til að fylgjast með einstökum nemendum og til að hitta foreldra og sérkennslustjóra á teymisfundum þar sem ræddar eru einstaklingsnámskrár og framvinda í þroska barna og veitt er ráðgjöf til foreldra og kennara um vinnubrögð í sérkennslu. Sérkennslustjóri fer um það bil mánaðarlega á fundi ásamt öðrum sérkennslustjórum og hittast þessir aðilar til að fá fræðslu og handleiðslu. Þessir fundir eru í umsjón leikskólaráðgjafa vegna sérkennslu.


© 2016 - 2023 Karellen