Karellen

Móttökuáætlun starfsmanna í leikskólanum Krummakoti


Allir nýjir starfsmenn fá tíma til að lesa starfsmannahandbókina ásamt örygggishandbók, námskrá skólans og bækling um jákvæðan aga.

Starfsmannahandbók Krummakots 2021


Tilgangurinn með móttökuáætlun er að kynna fyrir nýjum starfsmönnum mikilvæg atriði í skólastarfinu og auðvelda þeim að aðlagast nýjum vinnustað. Á hverju hausti skal halda kynningu fyrir nýja starfsmenn. Um kynninguna sér skólastjóri.

Skólastjóri:

 • Sér um að nýr starfsmaður undirriti ráðningarsamning.

 • Sýnir nýjum starfsmanni húsakynni skólans.

 • Kynnir stefnu skólans.

 • Kynnir réttindi og skyldur starfsmanna skv. kjarasamningi (s.s. veikindarétt, lífeyrismál, símenntunarákvæði, vinnutímaramma, vinnuskýrslu, stundatöflu, undirbúningstíma, vinnumenningu, starfsreglur, trúnaðar- og þagnarskyldu o.fl.).

 • Sér um að nýr starfsmaður undirriti yfirlýsingu um trúnað og þagnarskyldu.

 • Veitir nýjum starfsmanni upplýsingar um vinnureglur, vinnufyrirkomulag, vinnutíma og starfsmannafundi.

 • Fer yfir starfslýsingu og hæfniskröfur starfsins við kennarann/starfsmanninn, ræðir starfshætti í væntanlegu starfi.

 • Kynnir skólanámskrá/handbók um jákvæðan aga og starfsmannahandbók.

 • Kynnir upplýsingamiðla, heimasíðu og Karellen.

 • Kennir nýjum starfsmönnum vinnubrögð við skráningu á t.d. Karellen.

 • Kynnir þjónustu sérkennslu og námsvera.

 • Sér um að allar upplýsingar sem fram koma á kynningarfundinum verði aðgengilegar á sameign.

 • Kynnir hvernig móttöku nýrra nemenda er háttað.

 • Kynnir skipulag matarmála í skólanum, bæði fyrir nemendur og kennara/starfsmenn.

 • Fer yfir hagnýt atriði s.s. kaffitíma, fatnað, hefðir og umgengni í skólanum.

 • Kynnir nýja kennara/starfsmenn á fyrsta starfsmannafundi.

 • Kynnir nýja kennara/starfsmenn fyrir foreldrum.

 • Kynnir brunavarnir skólans, fyrstu viðbrögð við slysum og skráningu á slysum og aðrar öryggis- og viðbragðsáætlanir.

 • Kynnir tölvukerfi skólans, tölvupóst, geymslu gagna og prentunarmáta.

 • Kynnir vefsíðu skólans og hver setur efni inn á hana.

 • Afhendir nýjum kennara/starfsmanni lykla (kvittað fyrir).

 • Sér um að nýr kennari fái aðgang að tölvu.

 • Fá nýtt netfang, aðgang að tímon og Karellen.

Trúnaðarmaður:

 • Kynnir stéttarfélag (KÍ, Einingu /Iðju eða það stéttarfélag sem við á).

Öryggisvörður og skólastjóri:

 • Kynna bruna-, öryggis- og viðbragðsáætlanir skólans.

 • Fylla út uuplýsingar í öryggishandbók.

 • Slysavarna og skyndihjálparnámskeið annað hvert ár.

 • Fyrstu viðbrögð við slysum og skráningu á slysum.

 • Staðsetning sjúkrakassa og öryggisupplýsinga.

 • Heilsufarsupplýsingar s.s. bráðaofnæmi.

 • Ábyrgð og hlutverk í viðbragðsáætlunum.Uppfært í maí 2020


© 2016 - 2023 Karellen