Karellen

Öryggismál


Húsvörður starfar við leikskólann og sinnir öllu almennu viðhaldi innanhúss og á lóð leikskólans, yfirfer klemmuvarnir og eldvarnir í leikskólanum. Árlegt öryggiseftirlit er frá heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Eldvarnaeftirlitinu og er skýrslum skilað eftir hverja úttekt. Öll slökkvitæki eru tekin í gegn og yfirfarin ár hvert af eftirlitsmanni. Stjórnstöð brunavarna við leikskólann er yfirfarin árlega. Samningur er við Öryggismiðstöðina um firmavörn og þjófavarnarkerfi í leikskólann.

  • Rýmingaráætlun er í leikskólanum og er hún kynnt fyrir öllu starfsfólki. Húsvörður og skólastjórnendur standa fyrir brunaæfingu einu sinni til tvisvar á ári.

  • Áhættumat er endurskoðað ár hvert og er geymt á skrifstofu skólastjóra.

  • Rekstrarskoðun á lóð og leiktækjum leikskólans er gerð árlega og hefur húsvörður og leikskólastjóri umsjón með henni.

  • Starfsfólk leikskólans sækir námskeið í skyndihjálp á þriggja ára fresti. Í leikskólanum eru sjúkragögn til að bregðast við fyrstu hjálp og eru þau yfirfarin árlega og oftar ef þarf. Starfsfólkið fór síðast á námskeið árið 2018, næsta námskeið er áætlað 2021.

  • Verði slys á börnum í leikskólanum eru þau skráð á sérstök eyðublöð í Karellen og skráningar teknar saman í lok hvers árs. Ef alvarleg slys eiga sér stað ber að tilkynna þau til lögreglu og lögregluskýrsla gerð í framhaldinu. Lögregluskýrsla er varðveitt hjá lögreglu en skólastjórnandi fær afrit óski hann þess.

  • Verði slys á starfsfólki á vinnutíma sem hafa í för með sér fjarveru frá vinnu eru þau skráð á slysaskráningarblöð leikskólans og tilkynnt til Vinnueftirlitsins.

Öryggisnefnd skólans skipa:

Erna Káradóttir (öryggisvörður)

Anna María Sigfúsdóttir (öryggistrúnaðarmaður)

Áfallateymi skólans skipa:

Leiksskólastjóri

Deildarstjórar

Sérkennslustjóri


Viðbragðsáætlanir í tenglsum við Krummakots eru birtar hér.

Öryggishandbók Krummakots maí 2021

Björgunaráætlun Krummakots nóv 2020

Viðbragðsáætlun Almannavarna vegna heimsfaraldra er að vinna hér: Heimsfaraldur-Landsáætlun

Viðbraðgsáætlun Krummakots er að finna hér viðbragðsáætlun krummakots 27.mars 2020.pdf

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna og Landlæknis.

Spurt og svarað fyrir börn og ungmenni Kórónuveiran - spurt og svarað fyrir fólk sem vinnur með börnum

Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónu­veirunaGrein eftir Kristínu Ólafsdóttir af visir.is

Here are some information in English about Covid-19

© 2016 - 2023 Karellen