Karellen

Leikskólinn Krummakot er staðsettur í Hrafnagilshverfinu í Eyjafjarðarsveit. Heimilisfang leikskólans er að Laugartröð 4, 601 Akureyri.

Leikskólastarfssemi í Eyjafjarðarsveit hófst í september árið 1987 og hefur Krummakot því starfað í 32 ár, þar af í núverandi húsnæði frá árinu 1998. Rekstraraðili er Eyjafjarðarsveit.

Skólastjóri leikskólans er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans og starfar samkvæmt starfslýsingu leikskólastjóra.

Heildarfermetrar í leikrými í Krummakoti eru: 233,2 m²

Matsalur/eldhús og rými á Furu inn af snyrtingu sem ætlað er til vatnsleikja eru ekki meðtalin. Ekki heldur gangar, hol, stigar, forstofur, starfsmannaaðstaða, geymslur og snyrtingar.

© 2016 - 2023 Karellen