Karellen

Heil og sæl og velkomin í Krummakot í EyjarfjarðarsveitÍ skólanum eru fjórar deildar Furan, Björkin, Víðir og Einir. Furan er með yngstu börnin sem fædd eru 2021 og eftir áramótin kemur 2022 árgangurinn smátt og smátt inn.

Björkin er með börn fædd 2020 og 2021 á Víði eru börnin fædd 2019. Tveir elstu árgangarnir okkar eru á Eini og eru fædd 2017 og 2018. Fjöldi barna flakkar milli ára en eru um 72 börn.

Í starfi okkar leggjum við mikið upp úr því að börnunum líði vel, þau búi við skýrar reglur og gott atlæti, njóti útiveru og góðrar umönnunar og athygli fullorðinna. Þá verður námið leikur einn því góð líðan og góð námsframvinda fara saman. Við erum skóli jafnréttis, umburðarlyndis og virðingar fyrir einstaklingum; við leggjum okkur fram við að mæta hverju barni eins og það er.

Information in english


Á þessum vef eru margvíslegar upplýsingar um starfið en þér er líka velkomið að hringja og spyrja um það sem þig langar að vita eða senda okkur póst. Mikilvægt er fyrir alla foreldra að kynna sér foreldrahandbók skólans og upplýsingar á heimasíðu skólans.

Með kærri kveðju,
Erna Káradóttir

Leikskólastjóri

© 2016 - 2023 Karellen