Karellen

Heil og sæl og velkomin í Krummakot í Eyjarfjarðarsveit

Í skólanum eru fimm deildar Furan, Björkin, Víðir, Einir og Lerki.

Fjöldi nemenda er mismikill milli árganga og er oftast á bilinu 60-80

Í starfi okkar leggjum við mikið upp úr því að börnunum líði vel, þau búi við skýrar reglur og gott atlæti, njóti útiveru og góðrar umönnunar og athygli fullorðinna. Þá verður námið leikur einn því góð líðan og góð námsframvinda fara saman. Við erum skóli jafnréttis, umburðarlyndis og virðingar fyrir einstaklingum; við leggjum okkur fram við að mæta hverju barni eins og það er.

Móttökuáætlun nýrra barna

Foreldrar/forráðamenn sækja um leikskólapláss með góðum fyrirvara á heimasíðu skólans: Umsókn um leikskólapláss.

Leikskólinn tekur inn börn frá 12 mánaða aldri en alla jafna er aðlögun fjórum sinnum á ári: ágúst, október, janúar og apríl. Sjá nánar í innritunarreglum.

Leikskólastjóri sendir foreldrum í tölvupósti upplýsingar um hvort leikskólapláss hafi verið samþykkt. Í kjölfarið þurfa foreldrar að hafa samband við leikskólann og staðfesta plássið. Skömmu áður en leikskólaganga barnsins hefst fá foreldrar/forráðamenn tölvupóst frá deildarstjóra um aðlögunarferlið.

Móttökusamtal er tekið við foreldra í aðlögunar viku þar sem farið er yfir upplýsingablað og foreldrar fá tækifæri til að spyrja kennara spurninga.

Aðlögun 1 - 3 ára

Aðlögun 4 - 5 ára

Móttökáætlun barna með íslensku sem annað tungumál

Á þessum vef eru margvíslegar upplýsingar um starfið en þér er líka velkomið að hringja og spyrja um það sem þig langar að vita eða senda okkur póst. Mikilvægt er fyrir alla foreldra að kynna sér foreldrahandbók skólans og upplýsingar á heimasíðu skólans.


© 2016 - 2024 Karellen