Það er mikilvægt að hverjum nemanda fylgi viðeigandi fatnaður sem hentar leikskólastarfinu. Hér gildir að fötin séu þægileg svo að barn geti leikið sér óheft. Einnig er gott að muna að í leikskólastarfinu er unnið með alls konar leikefni, allt frá sandi og drullu yfir í málningu og því mikilvægt að föt nemenda séu ekki viðkvæm fyrir óhreinindum. Hver nemandi á hér aukafatakassa í sinni forstofu og þar eiga að vera til taks aukasett af öllum fötum. Viðeigandi útifatnaður er sömuleiðis mjög mikilvægur. Góðir kuldaskór/kuldastígvél, snjógallar, þykkar peysur og buxur, góðar húfur, hlýir vettlingar og ullarsokkar þegar við á. Útifötin þurfa að vera í hentugri stærð fyrir hvert barn og teygjur neðan á pollabuxum og snjógöllum.