news

Yndislegi Aldísarlundur

18 Feb 2019

Útikennsla er allt það nám sem fer fram utan veggja leikskólans og er fyrst og fremst góð viðbót við annað nám. Börnin kynnast og læra að bera virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni. Það taka þátt í margvíslegum verkefnum og læra um leið að þjálfa og nota skynfæri sín. Sá skilningur er lagður í hugtökin útinám og útikennsla að útinám á við það nám sem á sér stað hjá börnunum en útikennsla felur í sér skipulagða kennslu.

Við erum svo þakklát fyrir okkar nærumhverfi og viljum endilega nota það eins mikið og við mögulega getum.