Karellen


Fatnaður í leikskólanum:

Það er mikilvægt að hverjum nemanda fylgi viðeigandi fatnaður sem hentar leikskólastarfinu. Hér gildir að fötin séu þægileg svo að barn geti leikið sér óheft. Einnig er gott að muna að í leikskólastarfinu er unnið með alls konar leikefni, allt frá sandi og drullu yfir í málningu og því mikilvægt að föt nemenda séu ekki viðkvæm fyrir óhreinindum. Hver nemandi á hér aukafatakassa í sinni forstofu og þar eiga að vera til taks aukasett af öllum fötum. Viðeigandi útifatnaður er sömuleiðis mjög mikilvægur. Góðir kuldaskór/kuldastígvél, snjógallar, þykkar peysur og buxur, góðar húfur, hlýir vettlingar og ullarsokkar þegar við á. Útifötin þurfa að vera í hentugri stærð fyrir hvert barn og teygjur neðan á pollabuxum og snjógöllum.

Hvað á að vera í fatahólfinu á Krummakoti

Útrýmum töskum vegna plássleysis

.

Fatnaður

Mikilvægt er, að fatnaður barnanna sé þægilegur, þannig að þau geti notið sín í leik og starfi. Of stór eða lítill fatnaður getur hindrað þau í hreyfingu. Nauðsynlegt er að börnin hafi aukafatnað og foreldrar fylgist vel með og fylli á boxin eftir þörfum. Nauðsynlegt er að fatnaður barnanna sé merktur m/tússi eða sérútbúnum merkingum. Skó er hægt að merkja með túss eða þar til gerðum límmiðum.

Mjög mikilvægt er að hafa teygjur á snjó og pollagöllum í lagi sem fara undir stígvél, það heldur göllunum á sínum stað.

Við bendum foreldrum á að fjarlægja reimar úr hettum. Gott er að setja teygju í staðinn. Notið hálskraga í stað trefla fyrir börnin.

Vinsamlegast hafið ekki fleiri skópör í leikskólanum en börnin þurfa að nota.

Þegar börnin fara í leikfimi eiga að þau að vera í gammosíum / leggings, því þau eru berfætt í leikfimi, og eigi auðveldara með að klæða sig úr og í ef þau þurfa bara að fara úr sokkum. Þannig fá þau mest út úr tímanum.

Það þarf að koma með bleyjur fyrir þau börn sem þess þurfa og blautþurrkur fyrir þá sem vilja.

Útiföt til að hafa í leikskólanum:

 • Útigalli og hlýr fatnaður undir galla

 • Úlpa

 • Regnföt

 • Vettlingar- nokkur pör

 • Húfa

 • Ullarsokkar

 • Stígvél, kuldaskór, götuskór/strigaskór

Aukaföt sem þurfa að vera í boxum fyrir ofan hólf:

 • 1 Peysur

 • 2 Buxur

 • Nærbolur / nærbuxur

 • Gammósíur / sokkabuxur

 • Sokkar 2 pör

Alla föstudaga eða frídaga á að taka öll föt heim og alla skó og þrífa, nema aukafötin í boxunum. Einnig gæti þurft að taka útiföt oftar heim eftir aðstæðum, ef veðrið er mjög blautt, þá þarf að þrífa og þurrka gallana fyrir næsta dag. Daglega þurfa foreldrar að yfirfara útifatnað barna sinna, kanna hvort hann sé í lagi og hvort að þurfi að snúa göllum við svo þeir þorni, eða jafnvel taka með heim.
© 2016 - 2023 Karellen